Afstaða Rússa er áfram afdráttarlaus: Úkræna verði áhrifasvæði þeirra

Það er kjarni máls.

Eini möguleikinn fyrir Úkrænu annar en uppgjöf er að hún hún hafi nægan styrk með til að knýja Rússa í vopnahlé og jafnframt afl til að halda aftur af þeim í framhaldinu. Forsendan er auðvitað að nægur hernaðarlegur og fjárhagslegur stuðningur berist frá Vesturlöndum. 

Meðfylgjandi viðtal bandarísku stjónvarpsstöðvarinnar ABC frá 15. desember við varautanríkisráðherra Rússlands sýnir svo ekki verður um villst að markmið Rússa í Úkrænu hafa í engu breyst og eru eðli þeirra samkvæmt óumsemjanleg í grundvallaratriðum af rússneskri hálfu. 

Áhrifasvæði leyfir ekki trúverðugt erlent friðargæslulið eða utanaðkomandi öryggistryggingar. Einungis Úkrænumenn geta tryggt öryggi eftir vopnahlé. Allt bendir til að það geti þeir, einkum frammistaða Úkrænuhers í stríðinu og þeir miklu veikleikar rússneska hersins sem það hefur leitt í ljós. 

Þegar Rússneskir ráðamenn segja líkt og kemur fram í viðtalinu að þeir telji að samningar séu í augsýn, þá er það væntanlega sagt í trausti þess að Trump stjórnin beiti Úkrænu þeim þrýstingi sem þurfi til.

Hér er viðtalið við rússneska vararáðherrann: 

https://abcnews.go.com/International/video/russia-ukraine-verge-deal-end-war-deputy-foreign-128420597

Leave a comment