Mars, 2018
Ég hef opnað vefsíðu um utanríkis- og alþjóðamál eftir að hafa nýlega lokið störfum í íslenska stjórnkerfinu. Ég var framkvæmdastjóri öryggismálanefndar á árunum 1987-1991 og eftir það lá leiðin í ársbyrjun 1992 í stjórnarráðshúsið við Lækjartorg til starfa í forsætisráðuneytinu. Þar var ég ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkis og öryggismálum í rúm tólf ár en 2004 fór fór ég í utanríkisráðuneytið fyrst í rúm tvö ár sem sérlegur ráðgjafi utanríkisráðherra og síðar sendiherra. Hér má sjá ferilskrá mína.
Á vefsíðunni verður bloggað um ýmis og ólík mál byggt á reynslu minni og rannsóknum. Þar á meðal verða loftslagsbreytingar, norðurslóðamálefni, viðskiptastefna, Brexit, utanríkisstefna Bandaríkjanna, Kína og Rússlands og þróun Evrópusambandsins – og auðvitað verður fjallað um utanríkismál Íslands.
Þessi efni hef ég rannsakað í áraraðir, fjallað um þau og skrifað af margskonar tilefni í störfum mínum í stjórnkerfinu. Ég hef einnig flutt um þau fjölda fyrirlestra í stjórnmálafræðum við Háskóla Íslands þar sem ég var stundakennari og síðar aðjúnkt í yfir tuttugu ár frá 1982 til 2006.
Þegar ég birti nýtt efni á vefsíðunni vek ég athygli á því í tölvupósti til hóps fólks sem ég tel hana eigi erindi við. Þú getur verið í þessum hópi hafir þú áhuga. Ef svo er láttu vita og ég set þig á listann.
Ég hef líka hóp á Facebook – https://www.facebook.com/groups/1680124072104759