Ég er í hlaðvarpinu Ein pæling að tala um loftslagsstefnu á Íslandi og alþjóðavettvangi. Ég tek fram í viðtalinu að hlýnun Jarðar af mannavöldum er staðreynd en bendi jafnframt á að sú leið sem fara á til að ná yfirlýstum markmiðum og vinna bug á vandanum er pólitískt ófær sakir þess hve óhemju dýr hún yrði. Svo markmiðin náist þarf umbreytingu í orkubúskap mannkynsins og að henni ber að beina kröftum á alþjóðavettvangi.
Einnig bendi ég á leið út úr vanda loftslagsstefnu Íslands sem á langt í land með að ná yfirlýstum markmiðum. Lausnin felst í því að taka upp gerbreytta stefnu byggða á þeirri sérstöðu að endurnýjanleg orka stendur undir meira en 80 prósentum af orkubúskap þjóðarinnar.