Njósnaflug undanfarin ár frá Keflavík til Kaliningrad – Hvað er þar?

Bandarískar herflugvélar af gerðinni Boeing Poseidon P-8 hafa stöðugt en tímabundið aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru eftirlits- og njósnaflugvélar (multi-mission maritime patrol and reconnaissance aircraft). 

Frá Keflavíkurflugvelli eru P-8 vélarnar þó ekki að fylgjast með rússneskum herskipum, kafbátum eða herflugvélum við Ísland eða á Norður Atlantshafi. Væntanlega sakir þess að rússneski herinn hefur ekki sést í námunda við Ísland á síðustu árum og afar lítið á Norður Atlantshafi. Norðurfloti Rússa heldur sig að mestu leyti á nærsvæðum Rússlands á norðurslóðum og í heimahöfum. Langdrægar herflugvélar Rússa halda sig einnig á sömu stöðum. Svona hefur verið í nokkur undanfarin ár eins og ítrekað hefur verið bent á í greinum á þessari vefsíðu um alþjóða- og utanríkismál.

Fylgjast má með flugi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli á sérhæfðum netsíðum um herflug. Höfundur vefsíðunnar hefur í mörg ár farið daglega inn á slíkar síður til að fylgjast með herflugi, sem tengist Íslandi. Það er gerlegt í öllum aðalatriðum fyrir tilstilli einstaklinga sem halda úti netsíðum þar sem þeir hafa gætur á herflugi í heiminum. Það er gert með aðferðum og búnaði sem skilur herflug frá borgaralegu flugi á síðum eins og flightradar24.com.

Auk æfinga- og þjálfunarflugs við Ísland fara P-8 flugvélar hernaðarflug frá Keflavíkurflugvelli. Það er annarsvegar norður í Barentshaf en hinsvegar og aðallega fljúga vélarnar frá Keflavík til Eystrasalts til að njósna um Kaliningrad. Þessar ferðir hófust í apríl 2021. Oft hefur verið flogið daglega og komið hefur fyrir að tvær P-8 flugvélar fari sama sólarhringinn frá Keflavík til Kaliningrad.

Hvað er Kaliningrad? Það er rétt rúmlega 15 þúsund ferkílómetra rússnesk hólmlenda (semi enclave/exclave) við Eystrasalt á milli Póllands og Litháens og er þannig landfræðilega aðskilin frá Rússlandi. 

Auk þess að vera búnar til árása á kafbáta og herskip eru P-8 vélar fjölhæfar langdrægar eftirlits og njósnaflugvélar sem afla upplýsinga frá sjó en hafa einnig búnað sem getur sótt upplýsingar frá hafi inn í nærliggjandi landsvæði, þar á meðal myndrænar upplýsingar og upplýsingar frá fjarskiptum og rafeindabúnaði. (Sjá t.d.: https://www.navair.navy.mil/product/P-8A-Poseidonhttps://www.boeing.com/defense/p-8-poseidon#overviewhttps://www.flightglobal.com/fixed-wing/germany-signs-for-five-boeing-p-8a-poseidon-maritime-patrol-aircraft/144396.article) Auk flugsins frá Keflavík er reglulega farið í njósnaflug við Kaliningrad af hálfu breska, pólska, sænska og þýska hersins

Hvað er í Kaliningrad sem veldur þessum sérstaka og mikla áhuga sem hófst hjá Bandaríkjaher á Keflavíkurflugvelli í apríl 2021 og virðist þannig mega rekja til aðdraganda innrásar Rússa í Úkrænu í febrúar 2022? Um þau atriði verður ekki fullyrt hér auðvitað en meðfylgjandi er krækja á síðu þar sem áhugasamir geta kynnt sér hvað það er af hernaðarlegum toga, sem Rússar hafa og geyma í Kaliningrad. https://www.usni.org/magazines/proceedings/2024/october/strategic-relevance-kaliningrad

Hér eru krækjur sem gefa sýnishorn um nýjasta eftirlits og njósnaflug frá Keflavík til Kaliningrad. Eins og sést á krækjunum er flogið frá Keflavíkurflugvelli til að sveima á stöðum yfir hafi fyrir utan Kaliningrad. 

Leave a comment