Segir Trump stjórnin sig frá friðarumleitunum í Úkrænustríðinu – og þar með frá öryggismálum Evrópu? Hvað fælist í því?

Trump Bandaríkjaforseti átti símtal við Putin Rússlandsforseta í gær um Úkrænustríðið. Í símtalinu fékk Rússlandsforseti það sem hann vildi – enn og aftur. Enn einu sinni heyktist Trump á að beita Rússa þrýsitingi eða – sem virðist líklegra – hann ætlaði sér það ekki og hefur aldei ætlað sér að gera það.

Trump kafðist ekki skilyrðislauss vopnahlés eins og Bandaríkin og Evrópuríki í NATO höfðu áður sammælst um, heldur þvert á móti lagði hann til viðræður Rússa og Úkærnumanna um vopnahlé. Fyrst viðræður svo vopnahlé. Það er krafa Rússa. Þeir meina þó ekkert með henni – vilja einungis tefja málin og halda stríðinu áfram óháð því hversu illa það hefur gengið hjá þeim.

Þetta var í annað sinn sem Trump yfirgefur sameiginlega kröfu NATO og Úkrænu um skilyrðislaust vopnahlé.

Putin gaf greinilega hvergi eftir í símtalinu varðandi lykilmarkmið Rússa í Úkrænu.

Nú eftir símtal Putins og Trumps hefur Zelensky lagt til viðræður Úkrænu, Rússlands, Bandaríkjanna, Bretlands og ESB.

Lýsir þetta örvæntingu Zelenskys varðandi stefnu Trump stjórnarinnar? Að mínu mati virðist svo vera og hann tekur með þessu þá áhættu að Rússar gæfu eftir eitthvað til að fá Bandaríkin, Bretland og ESB til að þrýsta sameiginlega á Úkærnu.

En sérstaka athygli vekur að Vance varaforseti Bandaríkjanna var látinn endurtaka í gær þá hótun Trump stjórnarinnar að náist ekki árangur fljótlega í viðræðum um Úkrænustríðið segi hún sig frá tilraunum til að koma á friði. Hótun þessi hafði áður komið fram hjá Rubio, utarníkisráðherra. Trump viðraði sjálfur þessa hótun við fréttamenn í gærkvöldi.

Þar með hefðu Bandaríkin í reynd – eins og bent var á hér á vefsíðunni 30. apríl s.l. – sagt sig frá því að gegna áfram forystuhlutverki í öryggismálum Evrópu.

Þá drægi ekki bara til stórtíðinda heldur grundvallarbreytinga á alþjóðamálum og til loka sögu sem spannar meira en 80 ár og felur í sér kjölfestu NATO, sem er Bandaríkin og skuldbindingar þeirra í garð Evrópu.

Bíður Putin eftir þessu? Og þar með eftir því að ná lykilmarkmið iRússa og þar áður Sovétmanna um að sundra NATO og eyðileggja?

Leave a comment