
Ég var í viðtali á RÚV í kvöld um Sýrland. Ég lagði meðal annars áherslu á að fall Assad stjórnarinnar væri enn ein niðurlæging og hrakför Rússa, enn eitt merki um þá miklu veikleika Rússlands og rússneska hersins sem Úkrænustríðið hefur leitt í ljós. Ég bætti við að vonandi mundu þessir veikleikar Rússslands greiða fyirir samingum um vopnahlé og frið í Úkrænustríðinu, samningum sem væntingar væru uppi um að gætu hafist á næstu mánuðum eða vikum.